sLOVEnia

Við göngusystur erum komnar heim úr klikkaðri vikuferð um Slóveníu.  Það var að sjálfsögðu fjör frá upphafi til enda.  Allir vöðvar líkamans nýttir til hins ýtrasta eins og rass- og lærvöðvar til að ganga á Triglav, talvöðvar til mala svolítið og magavöðvar fengu útreið í Doljenske Toplic.  Þar var hlegið út í eitt. Við gistum tvær nætur í þessu fallega þorpi og héldum að við værum að fara í Spa dæmi.  En þetta var nú meira líkt Heilsuhælinu í Hveragerði og Reykjalundi.  Þegar við vorum síðan mættar á svæðið, 16 einum of fjallhressar konur,  þá líktist þetta helst Heilsubælinu í Gervahverfi! Ég er enn að velta því fyrir mér hvernig við komumst þarna inn og út aftur. 

039En Slóvenía er mjög fallegt land og kyrrlátt.  Það er svo kyrrlátt að þegar við fórum í river rafting á ánni Kolpu sem skilur að Slóveníu og Króatíu þá voru meiri læti í okkur en ánni.  Áin er svo lygn, það heyrist ekkert í henni, og flúðirnar, þær eru heimagerðar! Það var nú samt gaman í "river rafting" Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband