Gangan

Fraenkurnar IMG_4107Sumarsólstöðugangan gekk líka svona vel.  Heyrði í Hafdísi frænku fyrr um kvöldið og héldum við að það yrði kannski svona 20 manns. Ef það kæmu fleiri þá yrðum við rosa ánægðar með það.  Emma og Stjáni skutluðu okkur inn í Dal og það var svo gaman að sjá hve margir voru á kvöldgöngu um bæinn!  En þegar við mættum i Dalinn streymdi fólk inn og það voru rúmlega 60 manns í göngunni með okkur.  Þetta var alveg frábært.  Við áttum alls ekki von á svona góðri þátttöku.  Gangan gekk mjög vel og veðrið náttúrlulega alveg yndislegt.  Það var nú ekki dónalegt að vera á Klifinu og horfa á sólsetrið og á Heimakletti við sólarupprás. Fólk var almennt mjög ánægt  og það voru margir á rúntinum að fylgjast með ferðum fólksins.  Spurning hvort þetta sé komið til að vera. 

En ég er nú svo heppin að eiga frábæra nágranna í austurbænum sem buðu mér, og fleirum, í pottinn eftir gönguna.  Auðvitað þáði ég gott boð... og einn ískaldan... þar sem persónuleg afrek næturinnar voru ræddWink

 


Bloggfærslur 24. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband