Sumarsólstöður

Myndir Agusta 001Annað kvöld kl. 22 ætlar hópur af göngufólki að ganga saman á fjöllin í Eyjum.  Við ætlum að byrja á Dalfjalli, klífa Klifið, Heimaklett og fellin þrjú, Eldfell, Helgafell og Sæfell.  Það verður gaman að sjá hvernig til tekst.  Hér er stór hópur fólks sem hefur gaman af útivist og veðurspáin er flott fyrir kvöldið. Náttúran í Eyjum svíkur engan þegar vel viðrar.

"Gremo" Göngusystur!! koma svo...Happy


Augnmaskinn

121Augnmaskinn frá Guinot klikkar ekki.  Þegar við komum niður af Triglav sem er ekki nema 2864 m og tveggja daga göngu fannst herbergisfélögum mínum vera nokkuð "bjúgaðir" í kringum augun. Þótt ég hafi nú gleymt ýmsum ómerkilegum hlutum heima þá var ég með augnmaskann í bakpokanum. Vola! eftir tíu mínútur litu allar út eins og nýfermdar stúlkukindur!  Já hann klikkar ekki augnmaskinn frá Guinot.

sLOVEnia

Við göngusystur erum komnar heim úr klikkaðri vikuferð um Slóveníu.  Það var að sjálfsögðu fjör frá upphafi til enda.  Allir vöðvar líkamans nýttir til hins ýtrasta eins og rass- og lærvöðvar til að ganga á Triglav, talvöðvar til mala svolítið og magavöðvar fengu útreið í Doljenske Toplic.  Þar var hlegið út í eitt. Við gistum tvær nætur í þessu fallega þorpi og héldum að við værum að fara í Spa dæmi.  En þetta var nú meira líkt Heilsuhælinu í Hveragerði og Reykjalundi.  Þegar við vorum síðan mættar á svæðið, 16 einum of fjallhressar konur,  þá líktist þetta helst Heilsubælinu í Gervahverfi! Ég er enn að velta því fyrir mér hvernig við komumst þarna inn og út aftur. 

039En Slóvenía er mjög fallegt land og kyrrlátt.  Það er svo kyrrlátt að þegar við fórum í river rafting á ánni Kolpu sem skilur að Slóveníu og Króatíu þá voru meiri læti í okkur en ánni.  Áin er svo lygn, það heyrist ekkert í henni, og flúðirnar, þær eru heimagerðar! Það var nú samt gaman í "river rafting" Grin


Bloggfærslur 19. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband